Linsur
Snertilinsur veita frelsi til þess að sjá vel án gleraugna. Það eru margir kostir við linsunotkun. Linsur gefa þér breiðara sjónsvæði heldur en gleraugu og hafa ekki áhrif á útlit þitt. Með linsum getur þú hreyft þig vandræðalaust án þess að hafa áhyggjur af því að gleraugun hreyfist til og móða komi á glerin. Gaman er líka að nota mismunandi sólgleraugu án styrks með linsunum.
Snertilinsur eru ekki allar eins. Það eru til linsur fyrir mismunandi styrkleika og kúptleika á auganu. Linsur geta verið mismunandi eftir efni sem notað er í þær, hversu lengi þær mega vera í notkun og hversu miklu súrefni þær hleypa í gegnum sig.