Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og opið á laugardögum 11-15

   420-0077  Aðalgata 60, 230 Reykjanesbær

Gler

Zeiss

Reykjanes Optikk er stolt að velja Zeiss sem okkar aðal glerja framleiðanda. Sjónin er eitt af okkar aðal skynfærum og mikilvægt er að velja góð gler sem henta þér og þínum þörfum. Með Zeiss glerjum erum við að bjóða upp á fyrsta flokks gæði.

Zeiss var stofnað árið 1846 af Carl Zeiss sem var þýskur frumkvöðull. Hann byrjaði að framleiða smásjár sem síðar varð til þess að Zeiss er í dag einn af virtustu framleiðendum í heimi innan sjóntækja þ.á.m. myndavélalinsum, rannsóknar smásjám og fleiri læknatækjum. Óhætt er að segja að Zeiss sé með mikla reynslu af framleiðslu á sjóntækjum, allt frá sjónaukum frá tíð Napóleons og þess má geta að fyrsta mynd af tunglinu sem Neil Armstrong tók var einmitt á myndavél með Carl Zeiss linsu.

Í dag er Carl Zeiss eignarhaldsfélag með mörgum dótturfyrirtækjum þar sem framleiðslan fer aðallega fram í Þýskalandi en þó eru einnig verksmiðjur í Dublin, Minneapolis og Shanghai.

Glerjatýpur

Gler með einum styrkleika eru gler sem rétta af nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju.

Þetta er glerjatýpan sem flestir fá í sín fyrstu gleraugu og er einfaldasta lausnin þegar viðkemur glerjum. Þessi gler eru oft til á lager.

Margskipt gler eru öllu heldur flóknari, vegna þess að þau eru með fleiri en einum styrkleika og ætluð þeim sem þurfa að leiðrétta sjón fyrir aldurstengdri fjarsýni. Margskipt gler rétta af nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju til að sjá langt frá sér og aldurstengda fjarsýni til að sjá nálægt sér.

Glerin eru með fljótandi skiptingu sem gerir það að verkum að hægt er að sjá skýrt með þeim þegar horft er í allar fjarlægðir, t.d. við að lesa bók, keyra bíl og horfa á sjónvarp. Margar gerðir eru til af margskiptum glerjum og skiptir miklu máli að vanda valið til þess að lágmarka bjögun sem myndast í glerinu í hliðarsjón. Hjá Reykjanes Optikk leggjum við metnað í að velja þá gerð af glerjum sem hentar þér, sjóninni þinni og þörfum þínum.

 

Margskiptu glerin hjá Zeiss heita Smartlife og skiptast í 4 undirflokka:

 

Smartlife Individual er hágæða margskipt gler sem sérsniðið er að þínum þörfum. Í glerinu er öll bjögun minnkuð eins og mögulegt er með því að taka sérstakar auka mælingar með Visufit 1000. Einnig er hægt að breikka ennþá betur fyrirfram ákveðin svæði í glerinu eins og t.d. miðsvæðið sem hentar vel fyrir þá sem eru langa daga fyrir framan tölvuskjá.

Smartlife Superb er hágæða margskipt gler. Með sérstökum auka mælingum er hægt að breikka tölvu- og lespunktinn. Auka mælingar eru gerða með Visufit 1000.

Smartlife Plus er mjög gott alhliða gler þar sem tölvu- og lespunkturinn er aðeins minni en í superb og individual því ekki er tekið mið af auka mælingum.  

Smartlife Pure er með þrengsta tölvu-og lespunktinum. Þetta gler hentar fólki sem er lítið í snjalltækjum og notar sjónina meira við akstur en lestur. 

 

Visufit 1000 er algjör nýjung og gerir það að verkum að auka mælingar fyrir hágæða margskiptu glerin frá Zeiss eru teknar á einfaldan og öruggan máta. Með auka mælingum er átt við stöðu gleraugnanna á andlitinu, halli á umgjörð, fjarlægð frá gleri til hornhimnu, kúptleiki og form á umgjörð. Þannig er hægt að minnka bjögun í glerinu og tölvu- og lessvæðið stækkar. Visufit 1000 tekur 9 myndir af umgjörðinni á andlitinu og reiknar þannig út þau gildi sem við á. Einnig er hægt að skoða sjálfan sig betur með umgjörð og velja hvort maður vilji hafa lit í glerinu og hversu mikinn lit.

Létt margskipt gler eru í grunninn svipuð og hefðbundin margskipt gler nema einfaldari í hönnun. Þessi gler eru oft kölluð byrjenda margskipt gler og henta þeim sem hafa lágan les styrk og eru yfirleitt undir 45 ára.

Tölvuglerin frá Zeiss eru hönnuð fyrir skrifstofuvinnu til að minnska áreynslu á hnakka og háls en reynsla okkar er að allar starfsstéttir njóti góðs af þessu frábæra gleri. Það sem þetta gler hefur hefur fram yfir venjulegt margskipt gler er að það hefur einstaklega gott sjónsvæði fyrir tölvuskjá. Algeng merki þess að þörf sé á tölvugleraugum eru höfuðverkur, þreytt, þurr og rauð augu, þokukennd sjón þegar líða fer á daginn og háls- og axlaverkir. Tölvuglerin eru oft viðbót við venjuleg margskipt gler og er til dæmis ekki mælt með því að keyra með þau. Hægt er að velja milli þess að geta séð frá 50 cm til 4 m og þannig er hægt að sérsníða þau eftir þörfum hvers og eins.

Að sitja fyrir framan tölvuskjá getur verið álag fyrir hnakka, hrygg, handleggi og háls og er því mjög mikilvægt að gleraugun séu rétt bæði hvað varðar styrk og stillingu.  Tölvuglerin minnka álag á þessa staði miðað við hefðbundin margskipt gler. Það sem er enga að síður mikilvægt er að skoða vinnuaðstöðu sína með þessi atriði í huga:

  • Hafa skjáinn í 60-70 cm.
  • Muna að blikka og taka stuttar pásur.
  • Hafa stuðning við handleggi.
  • Ekki hafa skjáinn staðsettan fyrir framan glugga, betra að hafa skjáinn 90 gráður á gluggann.
  • Hæðin á skjánum er mikilvæg, mælt er með að horfa rétt svo yfir skjáinn. Þá horfa augun í ca 15 gráður niður.
  • Hæðin á skjánum er mikilvæg. Mælt er með að horfa rétt yfir skjáinn þegar setið er    með beint bak og horft fram á við. Augun horfa þá í ca 15 gráður niður á skjáinn.
  • Góða upplausn á skjá.
  • Notast við 12 punkta letur í það minnsta.

Blágeislavörn og afspeglun

Afspeglun og blágeislavörn (blue light filter) er svokölluð himna sem hægt er að bæta á glerin. Öll okkar sérpöntuðu gler koma með bestu afspegluninni sem er mjög tær og létt að þrífa.  Blágeislavörn þarf að biðja sérstaklega um en sérpöntuðu glerin frá Zeiss hafa einstaklega fallegan lit sem er lítið gulur. Zeiss notar tækni sem grópar blágeislavörnina inní glerið frekar en að leggja himnu á glerin. Engin blágeislavörn blokkar algjörlega allt blátt ljós en tekur samt hluta af því.

Í dag er LED lýsing mikið notuð, í sjónvörp, tölvuskjái og snjalltæki. Í þessari lýsingu er mikið af bláu ljósi sem áður var talið hafa áhrif á augnþreytu, svefntruflanir og skaða á augnbotn. Ný rannsókn sýnir að bláu geislarnir frá snjalltækjum og lýsingu í kringum okkur eru ekki í nógu miklu mæli til að skaða augnbotninn eins og áður var talið. Í raun er bláa ljósið sem kemur frá sólinni skaðlegra, enda í miklu meira magni. Því er mikilvægt að nota sólgleraugu á sólríkum degi. 

Varðandi svefntruflanir þá þarf duga ekki þessi gler sem eru vanalega sled sem blágeilsavörn, heldur þarf appelsínugult gler til að blokka algjörlega á bláa ljósið í nokkrar klukkustundir fyrir svefn til að það hafi ekki áhrif á svefninn. Hvað varðar augnþreytu og áhrif frá bláu geislunum þarf hver og einn að meta það fyrir sig. Margir finna þó fyrir minni þreytu í augunum og almennt jákvæðri upplifun með blágeislavörn í glerinu.

Öryggisgleraugu

Zeiss framleiðir öryggisgleraugu eftir ströngum stöðlum frá EU. Hlífar eru að sjálfsögðu á öllum öryggisgleraugunum. Hægt er að fá gleraugun í ýmsum útfærslum og litum, með eða án styrks, einnig margskipt. Best er að koma við hjá okkur og máta mismunandi gerðir.

Öll glerin frá Zeiss eru með fulla UV vörn upp að 400 nm með Zeiss UVProtect tækni. Þetta er óháð styrk eða lit í gleri.

Hvernig er best að hugsa um gleraugun?

Mikilvægt er að hugsa vel um glerin því þá endast þau betur og þú sérð vel með þeim í þann tíma sem styrkurinn breytist ekki sem er oft í nokkur ár. Gler skemmast oftast við það að rispur koma í glerin og rispuð gler geta haft áhrif á sjóngæðin.

Afspeglun á glerjum gerir þau sterkari en kemur ekki í veg fyrir rispur.

Passa skal að glerin verði ekki fyrir miklum hita, t.d. inn í gufuklefa eða látin liggja á heitu mælaborði í bíl á sólríkum degi. Þá er hætt við að glampavörnin á glerjunum eyðileggist og byrji að flagna. Mikilvægt er að þrífa glerin ekki upp úr heitu vatni eða notast við gluggasúða. Mælst er til að nota gleraugnaúða sem fæst í gleraugnaverslunum eða uppvöskunarlög og volgt eða kalt vatn.

Reykjanes Optikk er fyrirhugað um umhverfisvænan kost og á úða barnum er hægt að kaupa áfyllingu.

Ekki er gott að nota gleraugun sem spöng í hárið. Við það myndast spenna á umgjörðina, hún víkkar og hætta er á að hún brotni á endanum. Best er að geyma gleraugun í gleraugnahulstri þegar þau eru ekki í notkun, þannig er hægt að hindra að þau verði fyrir skaða. Ef leggja skal gleraugun frá sér, ekki í hulstur, skal passa að glerin snúi upp. 

Eru gleraugun skökk? Þarf að herða skrúfur eða skipta um nefpúða? Verið velkomin til okkar. Viðgerðaþjónusta er án endurgjalds þó svo gleraugun séu ekki keypt hjá okkur.

 

Ný og glæsileg gleraugnaverslun í Reykjanesbæ. Starfsfólk okkar tekur hlýlega á móti þér

Um okkur

Fylgdu okkur

Póstlisti

Allur réttur áskilinn © 2023 | Vefur hannnaður af Alpha – Online Business Akademían

Close